Nýjast á Local Suðurnes

Soho Grillvinafélagið sakað um svindl í Grillsumrinu mikla

Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla í grillkeppninni „Grillsumarið mikla“ en það eru grillþættir sem sýndir voru á MBL Sjónvarpi og Youtube í sumar. Á meðal liða í úrslitum keppninnar eru tvö lið frá Suðurnesjum og er annað þeirra, Soho Grillvinafélagið sakað um að kaupa “like” á þar til gerðum síðum erlendis frá. Það er Stundin sem fjallar um málið í dag.

Atkvæðagreiðslu er ekki enn lokið í leiknum en nú er Soho Grillvinafélagið með langflest læk eða um sex þúsund. Liðið Gaman að grilla er í öðru sæti með fjögur þúsund læk. Bæði lið eru grunuð um að hafa svindlað í keppninni með erlendum lækum. Liðið Grillhausarnir er svo í þriðja sæti með um 1700 læk.

Stundin náði tali af Garðari Erni Arnarsyni, liðsmanni Soho Grillvinafélagsins, og er á því máli að lið sitt hafi ekki svindlað í keppninni. „Við höfum ekki eytt krónu í þetta. Við höfum ekki keypt nein læk. Það er fullt af svona „like for like“ síður á Facebook sem eru með hundruð þúsund notendur þar sem fólk skiptist á lækum,“ segir Garðar.