Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanótt: Bæjarstjórnarbandið snýr aftur

Blöðrum verður ekki sleppt við setningarathöfnina að þessu sinni

Á föstudagskvöldi Ljósanætur verður bryddað upp á léttri söngdagskrá við smábátahöfnina, svokallaður Bryggjusöngur, enda lítið um brekkur í miðbæ Reykjanesbæjar, sem gerir það að verkum að brekkusöngur er ekki möguleiki.

Bæjarstjórnarbandið sem hefur verið í pásu um nokkurra ára skeið dustar rykið af hljóðfærunum og lofar stuði. Jóhanna Ruth, söngkonan frábæra, sem sigraði í söngkeppni Samfés, tekur lagið og það verður svo Veðurguðinn sjálfur, Ingó, sem sér um að gulltryggja stemninguna eins og honum er einum lagið. Skólamatur verður einnig á svæðinu til að metta viðstadda sem endranær.