Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamær í sigurliði á knattspyrnumóti í Kanada

Bryndís Inga er í efri röð 6. frá vinstri.

Það voru 118 lið sem skráðu sig til leiks í knattspyrnumóti kvenna sem haldið er árlega í Annapolis Valley í Kanada, mótið er haldið til minningar um Gunnhildi Baldursson sem var íslensk knattspyrnukona búsett í Kanada. Gunnhildur lést ung að aldri árið 1987, aðeins fjórum dögum áður en hún átti að leika sinn fyrsta landsleik fyrir kvennalið Kanada í knattspyrnu.

baldursdottir

Bryndís Inga Baldursdóttir

Ung suðurnesjamær Bryndís Inga  Baldursdóttir sem nýlega flutti ásamt fjölskyldu sinni til Kanada tók þátt í mótinu að þessu sinni ásamt stöllum sínum í liði Yarmouth Clippers.

Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið í sínum flokki, en alls tóku eins og fyrr segir 118 lið þátt í mótinu sem var leikið á 13 völlum í grennd við Annapolis Valley.

 

 

 

 

 

Bryndís ásam föður sínum, Baldri Friðbjörnssyni á góðri stund.

Bryndís ásam föður sínum, Baldri Friðbjörnssyni á góðri stund.