Nýjast á Local Suðurnes

easyJet býður ferðir til London á um 7.500 krónur – Bæta við flugleið

Enn á ný eykur breska lággjaldaflugfélagið easyJet við flug til Íslands frá Bretlandi. Næsta vetur mun félagið fljúga hingað frá sjö breskum flughöfnum.

easyJet hóf að fljúga til Íslands fyrir rúmum þremur árum og bauð félagið þá aðeins upp á flug hingað frá Luton flugvelli við London. Jafnt og þétt hefur félagið bætt Íslandi við leiðakerfi sitt frá fimm öðrum breskum flugvöllum og í dag tilkynnti félagið um reglulegar ferðir hingað frá Stansted flugvelli við London næsta vetur.

Flogið verður tvisvar í viku og gera áætlanir félagsins ráð fyrir að árlega muni um 13 þúsund farþegar nýti sér þessa nýju flugleið. Í tilkynningu frá easyJet segir að ódýrustu fargjöldin til Stansted frá Keflavík verði á um 7.500 krónur en farþegar borga aukalega fyrir innritaðan farangur.