Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdarverk unnin á bílum lögreglu

Undanfarnar nætur hafa verið unnin skemmdarverk á bílum lögreglu þar sem þeim hefur verið lagt í bifreiðastæði aftan við Brekkustíg 39 á milli verkefna.

Búið er að brjóta hliðarrúður í 3 bílum eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum, segir í tilkynningu lögreglu, sem biðlar til þeirra sem Mögulega hafa upplýsingar um málið að vera í sambandi við lögreglu.