Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 100 milljóna króna munur á dýrasta og ódýrasta einbýlinu

Einungis 28 einbýlishús eru skráð til sölu á Suðurnesjum á fasteignavef Vísis, en sá vefur mun vera sá stærsti á landinu.

Dýrasta hús svæðisins, hvar verðið er uppgefið, er í Baugholti í Keflavíkurhverfi og er ásett verð rétt rúmlega 139 milljónir króna. Ódýrasta húsið er hinsvegar við Hlíðargötu í Sandgerðishverfi Suðurnesjabæjar og er verðmiðinn rétt rúmlega 47 milljónir króna. Munurinn á því dýrasta og ódýrasta á Suðurnesjum er því rétt um 92 milljónir króna.

Einbýli við Baugholt
Einbýli við Baugholt
Einbýli við Hlíðargötu
Einbýli við Hlíðargötu