Nýjast á Local Suðurnes

Nemendur við Fisktækniskólann fengu veglega styrki

Tveir nem­end­ur Fisktækniskóla Íslands, í Grindavík, fengu í gær afhenta styrki upp á fimm hundruð þúsund krón­ur hvor­ frá Íslensku sjávarútvegssýningunni. Styrkirnir voru afhentir við at­höfn í Sjáv­ar­klas­an­um.

Styrk­haf­arn­ir að þessu sinni voru þau Jó­hanna Sig­ur­laug Ei­ríks­dótt­ir, þrítug frá Sauðár­króki, sem er að sér­hæfa sig í gæðastjórn­un inn­an fiskiðnaðar­ins, og hins veg­ar Hall­grím­ur Jóns­son, 22 ára gam­all Grind­vík­ing­ur, sem sér­hæf­ir sig í Mar­el­vinnslu­tækni.

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1999, og eru veitt árlega, ein­stak­lingum sem leggja stund á fram­halds­nám í gæðastjórn­un, fiski­rækt eða Mar­el­vinnslu­tækni við Fisk­tækni­skóla Íslands.