Nýjast á Local Suðurnes

Auka hlutafé og stefna á miklar framkvæmdir

Samherji fiskeldi ehf. hefur aukið hlutafé um þrjá og hálfan milljarð króna. Hlutafjáraukningin verður meðal annars nýtt í framkvæmdir við Reykjanesvirkjun.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, en í frétt blaðsins segir að milljarðarnir séu fyrsti fasi af því sem verður í heildina 7,5 milljarða króna hlutafjáraukning félagsins. Það hyggist meðal annars koma upp 40 þúsund tonna landeldi í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun.