Nýjast á Local Suðurnes

Stærsta flugvél heims lendir í Keflavík í kvöld – Fylgstu með fluginu!

Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna er nú áætlaður um klukkan 19:30 í kvöld, samkvæmt heimildum Sudurnes.net. Á flugvefsíðunni Flightradar24.com, þar sem fylgjast má með stöðu vélarinnar á ferðalaginu hverju sinni, kemur fram að áætlaður brottfarartími frá Leipzig hafi átt að vera klukkan 14 í dag og áætluð lending í Keflavík um klukka 17:15, en sá tími hefur ekki staðist.

Þessi stærsta flugvél heims átti upphaflega að lenda á Íslandi um klukkan 21 í gærkvöldi. Síðdegis í gær var tilkynnt um seinkun fram á nótt. Ekkert varð þó af flugtaki frá Leipzig í Þýskalandi en nú er stefnt að brottför þaðan um klukkan 16:20 að íslenskum tíma og lending í Keflavík því áætluð um klukkan 19:30.

Samkvæmt heimildum Suðurnes.net er líklegt að vélin fljúgi yfir Njarðvík, en veðurspá fyrir Keflavíkurflugvöll er góð, gert er ráð fyrir vestanátt, sex metrum á sekúndu, léttskýjuðu og um tveggja stiga hita.

an 225 samanb