Nýjast á Local Suðurnes

Fínt að hafa regnhlíf við hendina um helgina

Veðrið hefur leikið við Suðurnesjamenn undanfarið, þurrt hefur verið og sólríkt – Það kann að breytast um helgina en veðurstofan spáir rigningu en þó mun vera spáð logni áfram, þannig að hægt verður að nota regnhlífar vilji menn halda sig utandyra.

Langtímaspá veðurstofunnar hljóðar annars svona:

laugardag, sunnudag og mánudag verður hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 14 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag er útlit fyrir svipað veður áfram.