Veðrið á Ljósanótt – Fínt veður en rigning á laugardag

Veðurspáin fyrir Ljósanæturhátíðina verður að teljast nokkuð góð þrátt fyrir að spáð sé rigningu á laugardaginn. Spáin fyrir morgundaginn gerir ráð fyrir vindi upp á 6 m/s og samkvæmt spánni verður úrkomulaust og 9 stiga hiti.
Föstudagsspáin er einnig nokkuð góð en spáð er 10 stiga hita og logni en búast má við dálítilli súld öðru hverju.
Á laugardag verður töluverð rigning um miðjan dag en það styttir töluvert upp þegar líða tekur á daginn en búast má við lítilsháttar rigningu fram eftir kvöldi. Hiti verður um 10 gráður og vindur um 8 m/s að suð-austan, samkvæmt langtímaspá Veðurstofu Íslands.
Á sunnudag verður svo alskýjað og 11 stiga hiti, vindur verður 7 m/s og úrkomulaust.