Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi átti stóran þátt í endurkomu Rapid Vín á Ítalíu

Arnór Ingvi Traustason átti stóran þátt í síðara marki austurríska liðsins Rapid Vín gegn ítalska liðinu Sassuolo á útivelli í Evrópudeildinni í gærkvöld, leiknum lauk með jafntefli 2-2.

Sassuolo komst í 2-0 í fyrri hálflek, en Vínarliðið skoraði tvö mörk undir lok leiksins, það síðara á lokamínútunni, en þá jafnaði Giorgi Kvilitaia þegar hann fylgdi eftir skoti Arnórs Ingva sem markvörður Sassoulo hafði varið.