Nýjast á Local Suðurnes

Enn sigur hjá Keflavík í “El Classico”

Kefla­vík lsgði granna sín­a úr Njarðvík að velli, 80-73, þegar liðin átt­ust við í TM-Höllinni í Keflavík, í Dom­in­os-deild karla í körfuknatt­leik í kvöld. Keflvíkingar hafa því unnið alla þrjá leikina sem liðin hafa leikið á þessu tímabili.

Keflvíkingar komu mun einbeittari til leiks og höfðu yfirhöndina nær allan leikinn, eða allt þar til í fjórða leikhluta að Njarðvíkingar fóru að bíta frá sér og grannaslagur að bestu gerð hófst fyrir alvöru.

Spennan var svakaleg í TM-Höllinni síðustu mínútur leiksins og hefði sigurinn getað lent hvoru megin sem er, en Keflvíkinar héldu þetta út að þessu sinni og halda montréttinum, að minnsta kosti fram að næsta leik.

Amin Khalil Stevens var með 25 stig og 17 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 22 stig fyrir Keflavík. Logi Gunnarsson skoraði sjö þriggja stiga körfur fyrir Njarðvíknga og 28 stig alls en Jeremy Martez Atkinson var með 21 stig og 11 fráköst.