Á fimmta tug starfsmanna Ístaks starfa við gerð varnargarða – Sjáðu myndirnar!
![default](https://i2.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2023/12/FB_IMG_1702478485989.jpg?resize=620%2C264)
Vinna við varnargarða við Svartsengi gengur mjög vel og gert er ráð fyrir að garðarnir verði að mestu tilbúnir um miðjan desembermánuð.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu verktakafyrirtækiisins Ístaks, en þar segir að farið sé að fækka í mannskapnum sem starfi við verkefnið.
Enn eru þó um 100 manns við vinnu á svæðinu og starfa á tvískiptum vöktum allan sólarhringinn.
Á vegum Ístaks eru 27 tæki og að minnsta kosti 45 manns við störf. Ístak vinnur einnig að sprungufyllingum í Grindavík um þessar mundir.
Ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson fangaði nokkrar myndir fyrir fyrirtækið af varnagörðunum á dögunum sem sjá má hér fyrir neðan.
![](https://i1.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2023/12/FB_IMG_1702478491100.jpg?fit=1024%2C755)
![](https://i1.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2023/12/FB_IMG_1702478488523.jpg?fit=1024%2C657)
![](https://i2.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2023/12/FB_IMG_1702478485989.jpg?fit=1024%2C766)
![](https://i1.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2023/12/FB_IMG_1702478483087.jpg?fit=872%2C1024)
![](https://i2.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2023/12/FB_IMG_1702478480594.jpg?fit=1024%2C767)
![](https://i1.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2023/12/FB_IMG_1702478477829.jpg?fit=1024%2C1024)
![](https://i1.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2023/12/FB_IMG_1702478475172.jpg?fit=1024%2C683)
![](https://i2.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2023/12/FB_IMG_1702478471802.jpg?fit=840%2C1024)