Nýjast á Local Suðurnes

Um 40 hælisleitendur komnir á Ásbrú – Geta tekið við um 90 manns

Fjöldi hælisleitenda býr á á Ásbrú

Útlendingastofnun hefur komið um 40 flóttamönnum fyrir í húsnæði á Ásbrú. Mögulegt er að koma um 50 manns í viðbót fyrir, en stofnunin hefur tekið á leigu allt húsnæði Airport-inn gistiheimilisins, sem getur hýst um 90 manns.

Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun staðfesti þetta í svari við fyrirspurn Suðurnes.net. Þá staðfesti Þorsteinn einnig að öflugu öryggiskerfi hafi verið komið fyrir í byggingunni og að þar sé starfandi öryggisvörður allan sólarhringinn, en að sögn Þorsteins er þar um staðlað verklag að ræða.

Samkvæmt heimildum Suðurnes.net er um að ræða einhleypa aðila sem sótt hafa um hæli hér á landi og kemur Reykjanesbær ekkert að þjónustu við þessa aðila, en sveitarfélagið hefur markað sér þá stefnu að taka á móti flóttamönnum og þá fjölskyldufólki.