Nýjast á Local Suðurnes

Fyrir mistök var lýst yfir hæsta neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli – Allir viðbragðsaðilar kallaðir út

Allir viðbragðsaðilar á Suðurnesjum voru kallaðir út, þegar flugstjóri flugvélar frá norska flugfélaginu Norwegian tilkynnti að vélin þyrfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í hreyfli, en fyrir mistök var í fyrstu lýst yfir neyðarstigi eins og slys hefði þegar orðið á flugvellinum en það var afturkallað og viðbúnaðarstig lækkað.

Flugvélin lenti svo án tíðinda fyrir skömmu. Þessa stundina er verið að skoða flugvélina á brautarenda eins og reglur gera ráð fyrir. Rúmlega tvö hundruð farþegar ásamt áhöfn eru um borð. Frá þessu er greint á Vísi.is.