Nýjast á Local Suðurnes

Tvö umferðaróhöpp á Reykjanesbraut

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tvö umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbraut nánast á sama tíma og sama stað um klukkan 18 í gær til móts við Grænás.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um aftanákeyrslur að ræða í báðum tilfellum. Lögregla og sjúkralið voru kölluð til í báðum tilvikum en ekki urðu slys á fólki. Fjarlægja þurfti bifreiðar af vettvangi með dráttarbílum.

Mynd: Aðsend – Frá vettvangi