Nýjast á Local Suðurnes

Málningaslettur og myndefni kom upp um veggjakrotara

Tveir dökkklæddir menn tóku á rás þegar lögreglan á Suðurnesjum hugðist hafa tal af þeim við hefðbundið eftirlit um helgina. Þegar þeir náðust var annar að reyna að fela sig bak við gám og hinn var að klifra upp í ruslagám.

Mennirnir reyndust hafa ýmislegt á samviskunni þegar rætt var við þá á lögreglustöð. Þeir viðurkenndu nefnilega að hafa krotað á veggi nærliggjandi húsa, á strætóskýli, undir brú og á hvítan gám.  Málningaslettur á höndum báru vitni um athæfi þeirra. Á myndavél sem þeir voru með í fórum sínum voru myndir af veggjakrotum þeirra og einnig myndir af þeim við „sköpunarverk“ sín.