Nýjast á Local Suðurnes

Flott flugeldasýning á Ljósanótt þrátt fyrir slæmt skyggni

Björgunarsveitin Suðurnes stóð vaktina á Ljósanótt líkt og undanfarin ár. Um 35 björgunarsveitarmenn tóku þátt í verkefninu að þessu sinni sem felst í gæslu á hátíðarsvæðinu, gæslu á sjó, vettvangsstjórn á svæðinu ásamt því að sjá um flugeldasýningu hátíðarinnar. Allt fór vel fram eins og venjulega, segir á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar.

Nokkrir aðilar hafa gefið sig á tal við félaga í sveitinni og spurt hvort að flugeldasýninginn hafi nokkuð farið úr böndunum. Svarið við þeirri spurningu er einfalt nei. Sýningin fór fram nákvæmlega eins og hún átti að vera og var sett upp en hún er okkar partur af listasýningum Ljósanætur. Þrátt fyrir að lágskýjað hafi verið og örlítil þoka þá var hún bara nokkuð flott er það ekki annars? Segir einnig á Facebook-síðunni.