Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann Birnir: “Spilamennskan verið fín uppá síðkastið”

Staða Keflvíkinga í Pepsí-deildinni í knattspyrnu er ekki góð, þegar mótið er rétt um það bil hálfnað. Liðið situr á botninum með aðeins fjögur stig, fimm stigum frá fallsæti og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins úr deild þeirra bestu.

Þrátt fyrir stöðuna var Jóhann Birnir Guðmundsson sáttur við leik sinna manna í gær en hann var í viðtali við sjónvarp Fótbolti.net þar sem hann sagði meðal annars:

„Spilamennskan hefur verið fín upp á síðkastið en við höfum ekki verið að skila stigum en ef við höldum áfram þessari frammistöðu þá fara hlutirnir að detta fyrir okkur.”

Jóhann var einnig spurður í viðtalinu hvort yngri leikmenn færu að fá tækifæri í byrjunarliðinu: „Við stillum upp okkar sterkasta liði og ef strákarnir eru nógu góðir þá fá þeir að spila.”

Keflvíkingar hafa nú um tvær vikur til að stilla saman strengi sína í sóknarleiknum og finna lausnir á slökum varnarleik en næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Leikni þann 13. júlí.