Nýjast á Local Suðurnes

Glæný Boeing 737 MAX 8 vél Icelandair lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld – Myndband!

Icelandair fékk í lok febrúar afhenta nýja Boeing 737 MAX 8. Vélin, sem hefur hlotið nafnið TF-ICE, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld, en hún er sú fyrsta sem flugfélagið fær afhenta af 16 flugvélum af gerðunum MAX 8 og MAX 9, sem pantaðar voru árið 2013 og ætlað er að leysa eldri vélar flugfélagsins af hólmi í komandi framtíð.

Meðfylgjandi myndir og myndband voru teknar á Keflavíkurflugvelli í kvöld.