Nýjast á Local Suðurnes

Umhyggjugangan styrkir Ólavíu Margréti

Aðeins vikugömul var Ólavía Margrét Óladóttir greind með krabbamein í öðru auganu. Síðar kom í ljós að meinið finnst einnig í auganu sem talið var heilbrigt. Suðurnesjafólkið Guðlaug Erla Björgvinsdóttir og Óli Baldur Jakobsson eru foreldrar Ólavíu sem mun þurfa að gangast undir lyfja- og lasermeðferðir í Svíþjóð á þriggja vikna fresti og tekur hver meðferð eina viku.

Local Suðurnes ræddi við Guðrúnu í byrjun september þegar fjöskyldan var stödd í Svíþjóð þá kveið móðurinni mjög fyrir því að sjá barnið sitt missa hárið vegna meðferðarinnar:

„Ég vil helst bara raka það af, ég vil ekki sjá hárið detta af henni. Hún er með svo mikið hár í hnakkanum. Svona eins og lítið skott. Ég er bara glöð að hún sé svona ung. Svo hún þurfi ekki að muna eftir þessu.“

Sigvaldi Arnar Lárusson sem er í forsvari fyrir Umhyggjugönguna svokölluðu hitti á mæðgurnar Ólavíu og Guðrúnu og veitti þeim fjárstyrk að upphæð 150.000 krónur, styrkurinn kemur frá ónefndum aðila sem hefur verið í sambandi við Sigvalda og vill styrkja fjölskyldur langveikra barna á Suðurnesjum.

Eins og áður hefur komið fram þá er ég í sambandi við aðila sem vill ólmur taka þátt í þessu verkefni mínu, sem upphaflega snerist um að ganga til styrktar Umhyggju. Við afhentum Ólavíu litlu 150.000.-kr. í dag sem við vitum að eiga eftir að koma að góðum notum, segir Sigvaldi á Facebook-síðu Umhyggjugöngunnar.

Eins og áður hefur komið fram þá er ég í sambandi við aðila sem vill ólmur taka þátt í þessu verkefni mínu, sem upphaflega snerist um að ganga til styrktar Umhyggju. Við afhentum Ólavíu litlu 150.000.-kr. í dag sem við vitum að eiga eftir að koma að góðum notum.

Álagið er mikið á foreldrunum sem eru ung að árum, Guðlaug er aðeins 19 ára gömul og Óli Baldur er nýorðinn 23 ára. Til að létta af þeim fjárhagsáhyggjum hófu móðir hennar og frænka söfnun fyrir þau. Fyrir þá sem vilja styrkja fjölskylduna ungu þá er reikningsnúmerið er 0142-05-073060 og kennitala Guðlaugar er 090396-3239 en reikningurinn er á hennar nafni.

olavia gudrun sigvaldi umhyggjugangan

Ólavía, Guðrún og Sigvaldi Arnar