Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurvegur lokaður að hluta eftir að rúta fór út af veginum

Grinda­vík­ur­veg­ur verður lokaður um óákveðinn tíma frá Nes­vegi að Bláalóns­vegi og er hjá­leið um Bláalóns­veg, en rúta fór út af veg­in­um í morg­un. Að sögn lög­reglu var bíl­stjór­inn einn í rút­unni og slapp hann ómeidd­ur. Mjög bratt er á þeim stað sem rút­an rann út af í hálku og þar sem rút­an er stór get­ur tekið allt að klukku­stund að ná henni upp á veg, að sögn lög­reglu.

Á vef Vegagerðarinnar segir að hálka og élja­gang­ur sé á Reykja­nes­braut. Snjóþekja er nokkuð víða á Reykja­nesi.