Nýjast á Local Suðurnes

Ekið undarlega í leit að norðurljósum

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Talsverðar annir hafa verið hjá lögreglunni á Suðurnesjum á undanförnum dögum vegna umferðareftirlits.

Bifreið sem ekið var afar hægt eftir Hringbraut og stigið ótt og títt á bremsuna vakti til dæmis athygli lögreglumanna. Þegar ökumaðurinn nam svo skyndilega staðar á miðjum vegi var ákveðið að kanna með ástand hans. Hann reyndist í fullkomnu lagi og voru þarna á ferð erlendir ferðamenn sem voru að leita að norðurljósum.

Lögregla hefur áður haft afskipti af er­lend­um ferðamönn­um sem áttu í erfiðleikum með að halda einbeitningu við akstur bifreiða þegar athyglin beindist að norðurljósum en í það skiptið rataði málið í heimsfréttirnar.

Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um vímuefnaneyslu. Einn þeirra hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Nokkrir voru svo kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 125 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.