Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar og Grindvíkingar styrkja sig

Jón Axel Guðmunds­son, landsliðsmaður í körfuknatt­leik, er kom­inn með fé­laga­skipti til Grinda­vík­ur en hann lék með Crails­heim Merl­ins í Þýskalandi seinni hluta síðasta tíma­bils.

Þá hefur Njarðvík samið við bakvörðinn Nicholas Richotti um að leika með liðinu í Subwaydeild karla. Richotti lék með Njarðvík á síðustu leiktíð þegar liðið vann VÍS-bikarkeppnina og deildarmeistaratitilinn.

Richotti er væntanlegur til landsins á næstu dögum en hann hefur verið við æfingar á Tenerife síðan í sumar, segir í tilkynningu frá Njarðvíkingum. Nico eins og hann er jafnan kallaður var með 14,4 stig, 4,4 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Jón Axel gæti hinsvegar mögulega spilað með Grind­vík­ing­um þegar þeir sækja Kefl­vík­inga heim í þriðju um­ferð úr­vals­deild­ar­inn­ar á fimmtu­dags­kvöld.