Nýjast á Local Suðurnes

Bætist í hópinn hjá Njarðvík

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Luke Moyer um að leika með Njarðvíkurliðinu á næsta tímabili í Subwaydeild karla en Moyer er einnig með ítalskt vegabréf.

Moyer útskrifaðist úr John Brown háskólanum í NAIA 2016 og hefur leikið síðan sem atvinnumaður aðallega í Georgíu. Einnig hefur hann leikið í Mexíkó en þessi 185 cm bakvörður kemur frá Zamora Enamora á Spáni sem leikur í LEB silver (3.deild). Þar var hann með 12,3 stig og 45% 3ja stiga nýtingu.

„Ég hef fylgst með Luke í töluverðan tíma og þarna er á ferð vinnusamur leikmaður og frábær skytta. Hann er einn sá allra duglegasti á sumrin og er alltaf að bæta sinn leik á hverju ári.” sagði Benedikt, þjálfari, í tilkynningu um þenna nýja leikmenn sem hann var að bæta við karlaliðið.