Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 700.000 nýttu sér íþróttamannvirki Reykjanesbæjar á síðasta ári

Heildarfjöldi þeirra sem notuðu íþróttamannvirki Reykjanesbæjar á síðasta ári var 707.276, þar af voru 233.324 sundgestir. Heildarfjöldi notenda jókst um 19.800 frá árinu 2015, þar af voru sundgestir sem nýttu sér aðstöðuna í Vatnaveröld um 13.200 fleirri á síðasta ári en árið á undan.

Frá sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994 hafa um 11,2 miljónir notenda nýtt sér þá aðstöðu sem í boði er í íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar.