Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvuðu 15 burðardýr á Keflavíkurflugvelli – Haldlögðu um 12 kíló af fíkniefnum

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stöðvuðu 15 burðardýr við komuna til landsins á síðasta ári, mesta magn sem haldlagt var á einu burðardýri var eitt kíló, en alls var lagt hald á um 12 kíló af fíkniefnum, þar af voru 6,5 kíló af kókaíni og 5,4 kíló af hassi sem var í farangri nokkurra einstaklinga sem voru á leið til Grænlands.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði málin til rannsóknar og er rannsókn á flestum þeirra lokið, samkvæmt tilkynningu frá Tollstjóra.