Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær auglýsir eftir markaðsstjóra

Reykjanesbær hefur auglýst starf verkefnastjóra markaðsmála laust til umsóknar, en athygli vakti á dögunum að fyrrum markaðsstjóra, Svanhildi Eiríksdóttur, var sagt upp störfum og gert að hætta störfum samdægurs. Svanhildur hafði starfað hjá Reykjanesbæ í yfir tvo áratugi.

Að þessu sinni er leitast eftir að ráða skapandi og lausnamiðsðan einstakling sem hefur góða þekkingu á markaðsmálum og er auk þess drífandi og metnaðarfullur. Viðkomandi skal hafa afburða hæfileika í mannlegum samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í teymi.