Nýjast á Local Suðurnes

Fríhöfnin segir upp starfsfólki

Mynd: Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli

Sex starfsmönnum Fríhafnarinnar í Leifsstöð hefur verið sagt upp störfum í kjölfar rekstrarstöðvunar lággjaldaflugfélagsins WOW-air.

Þetta kemur fram á vef DV, en samkvæmt heimildum vefmiðilsins eru uppsagnirnar vegna minnkandi umsvifa sem fyrirtækið sér fram á vegna þess skarðs sem gjaldþrot WOW-air skilur eftir sig.