Nýjast á Local Suðurnes

Setja upp frisbígolfvöll við Aragerði

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í síðustu viku auglýsa grenndarkynningu fyrir íbúa nærri Aragerði vegna áforma um uppsetningu frisbeegolfvallar í og í grennd við garðinn.

Upphaflega stóð til að settur yrði upp 9 holu völlur, en nefndin ákvað að minnka hann og hafa brautirnar 7 talsins. Komi ekki fram athugasemdir við þessi áform munu körfurnar í kjölfarið verða settar upp, en búið er að festa kaup á þeim. Það mun því vonandi enn aukast framboðið á skemmtilegri afþreyingu útivið í Vogunum á næstunni.