Nýjast á Local Suðurnes

7 stúlkur af Suðurnesjum í Evrópumeistaraliði U-16 kvenna í körfuknattleik

U-16 ára kvennalandslið Íslands varð um helgina Evrópumeistari í körfuknattleik þegar liðið sigraði Armeníu sannfærandi, 76 – 39. Íslensku stúlkurnar léku í C-riðli og kláruðu hann sannfærandi en þær sigruðu alla leiki sína með yfir 30 stiga mun.

Þjálfari liðsins er Margrét Sturlaugsdóttir og er óhætt að segja að hún hafi búið til heimsklassa lið úr Íslensku stelpunum, sem koma flestar af Suðurnesjum en 7 af 12 stúlkum koma frá Keflavík og Njarðvík.

Þær Andrea Einarsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr koma frá Keflvík og þær Erna Traustadóttir, Birta Ármannsdóttir, Hera Sölvadóttir og Hulda Bergsteinsdóttir koma úr röðum Njarðvíkinga.

Þóranna Kika valin í úrvalslið mótsins ásamt því að vera valin leikmaður verðmætasti leikmaður (MVP) mótsins.