Nýjast á Local Suðurnes

Covid-sýnatökur á nýjum stað

Allar sýnatökur fyrir Covid 19 fyrir skjólstæðinga HSS fram nú á Fitjabraut 3 í Reykjanesbæ, en ekki við heilsugæsluna eins og verið hefur.

Einstaklingar sem eru að koma í seinni landamæraskimun geta komið frá 8:30 – 10. Ekki þarf að panta tíma í landamæraskimun en mikilvægt er að hafa strikamerkið sem sent er í símann tilbúið. 

Í tilkynningu á vef HSS kemur fram að skjólstæðingar HSS þurfi áfram að hafa samband við Covid símaráðgjöf í síma 422-0500 til að fá beiðni í sýnatöku vegna veikinda.