Nýjast á Local Suðurnes

Árni Sigfússon: “Annað hvort ná menn að loka á þessa mengun eða kísilverið lokar”

Árni Sigfússon - Mynd: Rúv

Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að það séu mikil vonbrigði að upphaf reksturs kísivers United Silicon hafi farið jafn illa af stað og raun ber vitni. Árni hefur mátt þola töluverða gagnrýni undanfarin misseri þar sem leyfi til reksturs kísilversins var veitt þegar hann starfaði sem bæjarstjóri.

Árni segir íbúa Reykjanesbæjar hafa fagnað því á sínum tíma að þarna væri að fara af stað öflugt fyrirtæki með fjölmörg vellaunuð störf og án þess að íbúar ættu að verða varir við nokkra mengun. Þá segir Árni að lífsgæði íbúa séu ofar fjárhagslegum hagsmunum hafnar eða fjárfesta.

“Annað hvort ná menn að loka á þessa mengun eða kísilverið lokar. Það er ekkert álitamál í mínum huga.” Segir Árni