Nýjast á Local Suðurnes

Deiliskipulagsbreyting send til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 11. júlí síðastliðinn að senda samþykktar deiliskipulagsbreytingar vegna bygginga við Hafnargötu 12 til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

Nokkrar athugasemdir bárust við lokaútgáfu deiliskipulagstillögunnar, meðal annars frá Minnjastofnun og íbúum í nærliggjandi byggingum. Umhverfis- og skipulagsráð telur að tekið hafi verið tillit til athugasemdanna og tillögunni breytt, meðal annars í samræmi við umsögn Minnjastofnunnar. Því var ákveðið að senda málið til endanlegrar afgreiðslu.