Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða ungum dorgveiðimönnum upp á björgunarvesti á bryggjunni

Hafnarverðir á Grindavíkurhöfn vilja minna á að í gulu kari við hafnarhúsið eru björgunarvesti sem ungir dorgveiðimenn geta fengið lánuð sér að kostnaðarlausu. Eina krafan er sú að þeim sé skilað aftur á sama stað að veiðiferð lokinni.

Nokkuð hefur borið á því í sumar að börn séu að veiða á bryggjunni án alls öryggisbúnaðar og því rétt að minna foreldra á að vestin eru í boði og aðgengileg hvenær sem er.