Nýjast á Local Suðurnes

Farþegar frá Nuuk farnir út áður en flugstöðin var rýmd

Líklegt verður að teljast að allir farþegarnir sem komu með flugi frá Nuuk á dögunum og blönduðust farþegum í brottfararsal Leifsstöðvar hafi verið farnir úr flugstöðinni þegar hún var rýmd.

Vélin lenti á flugvellinum um klukkan 15, en mistökin uppgötvuðust um klukkustund síðar, þá hafa farþegar úr fluginu frá Grænlandi greint frá því á Facebook-síðum sínum að þeir hafi fylgst með fréttum af rýmingunni frá hótelum sínum í Reykjavík.

Verklagsreglur á flugvellinum er þó þannig að við aðstæður sem þessar þarf að rýma flugstöðina til þess að tryggja að allir farþegar innan flugverndarsvæðis hafi undirgengist þá öryggisleit sem krafist er á flugvellinum.