sudurnes.net
Farþegar frá Nuuk farnir út áður en flugstöðin var rýmd - Local Sudurnes
Líklegt verður að teljast að allir farþegarnir sem komu með flugi frá Nuuk á dögunum og blönduðust farþegum í brottfararsal Leifsstöðvar hafi verið farnir úr flugstöðinni þegar hún var rýmd. Vélin lenti á flugvellinum um klukkan 15, en mistökin uppgötvuðust um klukkustund síðar, þá hafa farþegar úr fluginu frá Grænlandi greint frá því á Facebook-síðum sínum að þeir hafi fylgst með fréttum af rýmingunni frá hótelum sínum í Reykjavík. Verklagsreglur á flugvellinum er þó þannig að við aðstæður sem þessar þarf að rýma flugstöðina til þess að tryggja að allir farþegar innan flugverndarsvæðis hafi undirgengist þá öryggisleit sem krafist er á flugvellinum. Meira frá SuðurnesjumReykjanesbraut verður lokað kl. 18 í dag og Suðurstrandavegi kl. 15Tveir snarpir aðfangadagsskjálftarGerð undirganga við Hafnaveg í útboð – Verkinu skal lokið um miðjan nóvemberKnattspyrnudeild vantar framkvæmdastjóra sem fyrstÖllu flugi frestað frá KeflavíkurflugvelliSkima á KeflavíkurflugvelliLögregla fær buggyBleikja úr Sandgerði komin í verslanir erlendis á innan við sólarhringMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkKrefja BaseParking um 5 milljónir króna – Myndavélaeftirlit staðfestir brot á notkunarskilmálum