Nýjast á Local Suðurnes

Isavia styrkir Umhyggjugönguna – Söfnunin hefur gengið vonum framar

Samfélagssjóður Isavia styrkti Umhyggjugöngu Sigvalda Arnar Lárussonar um 100.000 krónur, styrkurinn var afhentur Sigvalda í gær. Sigvaldi gekk sem kunnugt er frá Reykjanesbæ til Hofsóss í sumar eftir að hafa tapað veðmáli um kjör Íþróttamanns Íslands.

Sigvaldi segir á Facebook-síðu göngunnar að söfnunin hafi gengið vonum framar:

“Ég var búinn að setja upp í kollinum á mér ákveðna upphæð sem ég yrði sáttur með að safna og ég segi glaður frá því að það er LANGT síðan að sú tala sprakk”

Sigvaldi stefnir að því að gera upp söfnunina á næstu dögum og afhenda Umhyggu, félagi til stuðnings langveikum börnum afraksturinn.

Sigvaldi tekur við styrk frá Isavia

Sigvaldi tekur við styrk frá Isavia