Nýjast á Local Suðurnes

Hvassviðri og súld um helgina

Búist er við hvassviðri á landinu næstu daga. Á Suðurnesjasvæðinu verður vindur um átta til þrettán metrar á sekúndu og súld eða rigning.

Fyrir ferðalanga verður að mestu þurrt á NA- og A-landi, annars súld eða rigning. Hiti 8 til 15 stig, en 15 til 20 fyrir austan. Vaxandi sunnanátt á morgun, allhvasst eða hvasst síðdegis. Rigning, einkum V-lands, en hægari vindur og úrkomulítið A-til. Áfram hlýtt í veðri, sérstaklega á NA-verðu landinu. Segir í hugrenningum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.