Nýjast á Local Suðurnes

Sérsveit til aðstoðar lögreglu í íbúðahverfi í Reykjanesbæ

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar Lögreglunni á Suðurnesjum vegna manns sem hafði í hótunum við aðra í íbúðagötu í Reykjanesbæ. Það var DV sem greindi frá og samkvæmt þeirra heimildum var umræddri götu lokað í báða enda og lögreglumenn á vettvangi voru búnir skjöldum og hjálmum.

Vefmiðillinn hefur eftir Lögreglunni á Suðurnesjum að umræddur aðili væri hugsanlega vopnaður. Tilkynningin hafi borist klukkan 23:22 í gærkvöldi og þegar slíkar tilkynningar berist sé farið eftir því verklagi að kalla eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vinna á vettvangi hafi gengið vel, viðkomandi hafi verið handtekinn og málið sé til rannsóknar.

Samkvæmt vef DV var fjöldi viðbragðsaðila á vettvangi, þar með talið sjúkraflutningafólk.