sudurnes.net
Sérsveit til aðstoðar lögreglu í íbúðahverfi í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar Lögreglunni á Suðurnesjum vegna manns sem hafði í hótunum við aðra í íbúðagötu í Reykjanesbæ. Það var DV sem greindi frá og samkvæmt þeirra heimildum var umræddri götu lokað í báða enda og lögreglumenn á vettvangi voru búnir skjöldum og hjálmum. Vefmiðillinn hefur eftir Lögreglunni á Suðurnesjum að umræddur aðili væri hugsanlega vopnaður. Tilkynningin hafi borist klukkan 23:22 í gærkvöldi og þegar slíkar tilkynningar berist sé farið eftir því verklagi að kalla eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vinna á vettvangi hafi gengið vel, viðkomandi hafi verið handtekinn og málið sé til rannsóknar. Samkvæmt vef DV var fjöldi viðbragðsaðila á vettvangi, þar með talið sjúkraflutningafólk. Meira frá SuðurnesjumAuglýsa eftir presti til starfa við NjarðvíkurprestakallÚrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árás í Reykjanesbæ34 veiktust í búðkaupsveislu í Sandgerði – Mengað lambakjöt líklega orsökinLandsbankinn: Uppsögn Guðmundar hluti af breytingum – Fækkað um 20 á fimm árumSlæmar aðstæður farandverkafólks – “Græða á því að leigja þurfandi fólki ónýtt húsnæði”Eldur í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ – Átta fluttir á sjúkrahúsÍbúðir á 20 milljónir á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu – Sjáðu muninn!Reykjanesbær boðar Umhverfisstofnun á fund – “Munum ekki styðja rekstur sem skaðar íbúa”Íhuga að skilja á fjórða tug farþega eftir á Íslandi vegna [...]