Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara á ferð og flugi – Tekur þátt í Dubai Fitness Championship

Crossfitdrottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður á ferð og flugi næstu vikurnar, hún mun keppa á sterku móti í Dubai, 2016 Dubai Fitness Championship. Þá mun Ragnheiður Sara taka þátt í The CrossFit Invitational 2016, sem haldið verður í Oshawa, Ontario, með Evrópuliðinu, sem skipað er auk Ragnheiðar Söru, þeim Katrínu Daviðsdóttur, Björgvin Gudmundssyni og Lukas Högberg

Sara, eins og hún er jafnan kölluð verður einnig þátttakandi í beinni útsendingu á Facebook hjá einum af styrktaraðilum sínum, Mission 6 Nutrition, en þar mun stúlkan ræða feril sinn og það sem framundan er.

Beinu útsendinguna, sem hefst klukkan 15 í dag, sunnudag, má nálgast hér.