Nýjast á Local Suðurnes

Níu stöðvaðir á negldum dekkjum

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Níu öku­menn hafa verið stöðvaðir að undanförnu fyrir að aka um á bifreiðum á negld­um dekkj­um, en sektin við því er 20.000 krónur á dekk. Tveir þeirra gerðu illt verra og voru á ferðinni án öku­rétt­inda. Þrír óku síðan með film­ur í fremri hliðarrúðum bif­reiða sinna og þurfa þeir að færa þær til skoðunar.

Þá voru höfð af­skipti af öku­manni sem var með tvö börn í aft­ur­sæti bif­reiðar sinn­ar, annað í barna­bíl­stól en hvor­ugt þeirra í belti.

Tveir öku­menn óku svo á ljósastaura í umdæminu og var ann­ar þeirra grunaður um ölv­unar­akst­ur.