Nýjast á Local Suðurnes

Árekstur við eftirför lögreglu – Höfðu dregið úr hraðanum

Árekst­ur­ tveggja bíla á Sandgerðisveg­i á laugardag varð þegar öðrum bíl­anna sem í árekstr­in­um lentu var veitt eft­ir­för lög­reglu. Ökumaður bílsins sem lögregla veitti eftirför var á stolnum bíl og grunaður um fíkniefnaakstur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir jafnframt að lög­reglu­menn­irn­ir sem veittu eft­ir­för­ina höfðu dregið veru­lega úr hraða lög­reglu­bif­reiðar­inn­ar áður en slysið varð.

Þrír voru í bíl­un­um tveim­ur og voru þeir fluttir á Landspítala.

Ökumaður bílsins sem lögregla veitti eftirför er nú í sibrotagæslu.