Nýjast á Local Suðurnes

Primera Air fyrsta flugfélagið í heiminum til að taka Airbus 321LR í notkun

Mynd: TF JXG Boeing 737 vél Primera Air

Pri­mera Air verður fyrsta flug­fé­lag í heim­in­um til að taka í notk­un Air­bus 321LR flug­vél­ar, en það verður lang­dræg­asta vél þess­ar­ar teg­und­ar í heim­in­um með yfir 4.000 mílna flugþol. Samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður á flug­sýn­ing­unni í Par­ís í Frakklandi í dag og er gerður við AirCap, sem er annað stærsta flug­véla­leigu­fyr­ir­tæki heims með yfir 1.100 flug­vél­ar í sínu eigna­safni.

 „Við erum af­skap­lega stolt af þess­um samn­ingi og að end­ur­nýja vel heppnað sam­starf okk­ar við AerCap. Hin nýja Air­bux 321LR breyt­ir öllu á þess­um markaði og Pri­mera Air verður fyrsta flug­fé­lagið til að fá þessa vél­ar­teg­und og ger­ir okk­ur kleift að geta flogið milli Evr­ópu og Am­er­íku með hag­kvæm­ari hætti en áður hef­ur verið hægt. Þess­ar nýju vél­ar eru í raun stærsta skref sem stigið hef­ur verið á þess­um markaði í yfir tvo ára­tugi,“ er haft eft­ir Andra Má Ing­ólfs­syni, eig­anda Pri­mera Air í tilkynningu.

Fyrsta Air­busvél Pri­mera Air verður af­hent í mars 2018 en nýtt leiðar­kerfi Pri­mera Air verður kynnt á næstu vik­um.