Nýjast á Local Suðurnes

Hvöss suðaustanátt gæti spillt færð

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Spáð er hvassri suðaustanátt með hríðarveðri víða um land á morgun, fimmtudag, meðal annars á Suðurnesjum.

Veðurstofa hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa og er tekið fram að færð gæti versnað verulega. Vindur gæti farið í allt að 23 m/s.