Nýjast á Local Suðurnes

Youtube-stjarna úr Grindavík ofarlega á skattalistanum

Grindvíkingurinn Þórlaug Guðmundsdóttir er í 12. sæti yfir þá sem greiða hæstu opinber gjöld á liðnu ári, Þórlaug greiðir 101 milljón í gjöld. Þórlaug er efst kvenna sem komast á efsta hluta skattalistans að þessu sinni, en á meðal þekktra kvenna á listanum er Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona.

Það er Vísir.is sem greinir frá þessu, en Þórlaug er hvað þekktust fyrir myndband sem vakti mikla athygli í maí síðastlinum, en ábúendur á Hópi í Grindavík gáfu sér tíma til að setja saman flott en umdeilt myndband í miðjum sauðburði. Myndbandið sem er að finna hér fyrir neðan hefur verið skoðað tæplega 40.000 sinnum á vefsíðunni vinsælu.