Nýjast á Local Suðurnes

Fleiri á framfærslustyrkjum frá Reykjanesbæ

Þeim einstaklingum sem þiggja framfærslustyrk frá Reykjanesbæ fjölgar á milli ára. Í maí 2019 fékk 101 einstaklingur greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ en á sama tíma á síðasta ári fengu 87 einstaklingar framfærslustyrk frá sveitarfélaginu. Í maí árið 2017 voru það 80 einstaklingar sem fengu slíkan styrk.

Alls voru greiddar rúmar 12 milljónir króna í framfærslustyrki í maí í ár á móti rúmlega 10 milljónum króna árið 2018 og um 8 milljónum árið 2017. Þá var um var að ræða fjölgun um 15 einstaklinga milli apríl- og maímánaðar í ár. Í júní fengu 92 einstaklingar greiddan framfærslustyrk en þar er um að ræða fækkun um 9 einstaklinga milli mánaða.

Alls fengu 169 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins í maí í ár, samtals kr. 2.143.302 og í júni fengu 163 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 2.085.156.