Nýjast á Local Suðurnes

Íþróttafólk ársins: Þröstur og Sunneva í Reykjanesbæ – Alexander og Petrúnella í Grindavík

Sundfólkið Þröstur Bjarnason og Sunneva Dögg Robertson eru íþróttakarl og íþróttakona Reykjanesbæjar 2016. Þau eru bæði tvö frábærir sundmenn og státa af glæstum afrekum á árinu sem er að líða. Þröstur og Sunneva voru einnig kjörin íþróttafólk ársins hjá Keflavík og Njarðvík í vikunni.

Knattspyrnumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson og körfuknattleikskonan Petrúnella Skúladóttir voru í dag kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2016 við hátíðlega athöfn í Gjánni. Alexander var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar og Petrúnella var einn af burðarásum liðs meistaraflokks kvenna sem lék til úrslita á Íslandsmótinu síðastliðið vor.